Nítján börn létu lífið og átján börn særðust í loftárás Sádi-Araba og bandamanna þeirra í norðurhluta Jemen laugardaginn 15. þessa mánaðar.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF greindi frá þessu í morgun og sagði að minnsta kosti 31 hefði látið lífið í árásinni sem hefði verið á þéttbýlt svæði í héraðinu Al-Jawf, yfirráðsvæði Hútí-fylkingarinnar sem ræður stórum hluta Jemen.
Árásin var gerð eftir að Hútí-fylkingin lýsti því yfir að liðsmenn hennar hefðu skotið niður eina af orrustuþotum bandamanna.
Juliette Touma, talskona UNICEF, kveðst hafa miklar áhyggjur af harðanandi átökum í Jemen undanfarnar vikur, sem bitnuðu mest á börnum. Hún hvatti í morgun stríðandi fylkingar í Jemen til að leggja niður vopna og leita friðarsamninga.