Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nítján börn létu lífið í loftárás á Jemen

20.02.2020 - 10:17
epa07464816 A Houthi militiaman stands guard near a Yemeni flag during a rally commemorating the fourth anniversary of the Saudi-led military campaign on Yemen, in Sana'a, Yemen, 26 March 2019. A power struggle in Yemen between the Houthi rebels and the Saudi-backed Yemeni government escalated on 26 March 2015 when the Saudi-led coalition launched a military campaign against the Houthis, sparking a full-blown armed conflict and claiming the lives of about 15,000 people.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
Jemenski fáninn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Nítján börn létu lífið og átján börn særðust í loftárás Sádi-Araba og bandamanna þeirra í norðurhluta Jemen laugardaginn 15. þessa mánaðar.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF greindi frá þessu í morgun og sagði að minnsta kosti 31 hefði látið lífið í árásinni sem hefði verið á þéttbýlt svæði í héraðinu Al-Jawf, yfirráðsvæði Hútí-fylkingarinnar sem ræður stórum hluta Jemen.

Árásin var gerð eftir að Hútí-fylkingin lýsti því yfir að liðsmenn hennar hefðu skotið niður eina af orrustuþotum bandamanna.

Juliette Touma, talskona UNICEF, kveðst hafa miklar áhyggjur af harðanandi átökum í Jemen undanfarnar vikur, sem bitnuðu mest á börnum. Hún hvatti í morgun stríðandi fylkingar í Jemen til að leggja niður vopna og leita friðarsamninga.