Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Neyðarlögum aflétt í Eþíópíu

05.06.2018 - 09:39
epa06633199 The leader of the 'Oromo Peoples Democratic Organization' (OPDO) Abiy Ahmed looks on during a news conference in Aba Geda, Ethiopia, 02 November 2017 (issued 27 March 2018). The ruling coalition of the 'Ethiopian Peoples
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Þingið í Eþíópíu samþykkti í morgun að aflétta neyðarlögum sem sett voru eftir að Hailemariam Desalegn lét af embætti í febrúar og áttu að gilda í hálft ár. 

Hailemariam sagði af sér eftir nærri tveggja ára stöðug mótmæli þar sem stærstu þjóðarbrotin Oromo og Amhara voru í fararbroddi. Hundruð fellu í þeim ófriði og þúsundir voru teknar höndum.

Ríkisfréttastofa Eþíópíu sagði eftir atkvæðagreiðsluna á þingi í morgun að komin væri á ró og stöðugleiki í landinu. Oromo-maðurinn Abiy Ahmed var skipaður forsætisráðherra Eþíópíu í apríl.