Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Neyðarfundur vegna útbreiðslu ebólu

12.06.2019 - 16:10
epa05959537 (FILE) - A Liberian health worker in a burial squad drags an Ebola victim's body for cremation from the ELWA treatment center in Monrovia, Liberia, 13 October 2014 (reissued 12 May 2017). According to media reports, the World Health
 Mynd: EPA
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna útbreiðslu ebólu. Staðfest er að sjúkdómurinn hefur borist yfir landamæri Austur-Kongó til Úganda.

Fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gærkvöld. Stofnunin segir að tveir til viðbótar hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi.

Heilbrigðisráðuneytið í Úganda telur að sjúkdómurinn hafi borist frá Austur-Kongó, móðir drengsins sé þaðan. Yfir 2.000 hafa greinst með ebólu í Austur-Kongó síðan í ágúst í fyrra, þar af hafa um 1.300 látist.

Fundurinn fer fram á föstudag og þar verður rætt hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu hættuástandi vegna sjúkdómsins. Eftir fundi stofnunarinnar í október og apríl var ástandinu lýst sem áhyggjuefni sem fylgjast þyrfti náið með en ekki gengið svo langt að lýsa yfir hættuástandi, þar sem ebóla hafði einungis greinst í einum hluta Austur-Kongó.

Til þess að faraldurinn teljist alþjóðlegt hættuástand samkvæmt skilgreiningu stofnunarinnar þarf að vera fyrir hendi hætta við almannaheill utan landamæra ríkisins þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst.