Neyðarástandi lýst yfir í suðausturhluta Ástralíu

03.01.2020 - 23:07
epa08099653 A handout photo made available by the Australian Department of Defence shows evacuees from Mallacoota, Victoria State, being transported on a landing craft to Royal Australian Navy (RAN) MV Sycamore, at sea, Australia, 03 January 2020, during bushfire relief efforts. According to media reports, the Australian navy has evacuated thousands of people from communities who were cut off due to the bushfires.  EPA-EFE/ROYAL AUSTRALIAN NAVY/LSIS SHANE CAMERON HANDOUT -- MANDATORY CREDIT: COMMONWEALTH OF AUSTRALIA -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á meirihluta suðausturhluta Ástralíu vegna gróðurelda og yfir hundrað þúsund manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín í þremur fylkjum.

Yfirvöld segja fólki að koma sér í burtu fyrr en seinna. Þúsundir hlýddu þessum fyrirmælum í dag.

Spáð er vel yfir 40 stiga hita á morgun og hvassviðri sem líklegt þykir að eigi eftir að hamla slökkvistarfi.  

Að minnsta kosti tuttugu hafa látið lífið í gróðureldum í Ástralíu frá því í lok september og tuga er saknað. Yfir 1.300 heimili hafa orðið eldunum að bráð og svæði nærri tvöfalt stærra en Belgía hefur brunnið.

Ástralski sjóherinn var fenginn til þess að flytja í burtu um þúsund íbúa bæjarins Mallacoota og kom fyrsta skipið til Melbourne í dag. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi