Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Netanyahu vill mynda ríkisstjórn með Gantz

19.09.2019 - 08:41
epa07548120 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu attends the weekly cabinet meeting at the Prime Minister's office in Jerusalem, Israel, 05 May 2019. Media reports state that more than 250 rockets have been fired into Israel by millitants and Israel have replied with air strikes and tank fire on the Palestinian territory.  EPA-EFE/ABIR SULTAN / POOL EPA POOL
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal, vill skoða þann möguleika að mynda þverpólitíska ríkisstjórn með Bláhvíta bandalaginu, flokki sem Benny Gantz, fyrrverandi yfirmaður ísraelska herráðsins, fer fyrir. Netanyahu sagði í ávarpi að ríkisstjórn hægri flokka hefði alltaf verið hans fyrsta val en niðurstöður kosninganna útiloki þann möguleika. Því þurfi að leita annarra lausna.

Gantz hefur ekki svarað tillögu Netanyahu en Gantz kallaði ítrekað eftir þverpólitískri ríkisstjórn í kosningabaráttunni. Hann hafði reyndar líka kallað eftir því að að rannsókn yrði gerð á spillingu Netanyahus í embætti. Forsætisráðherrann er sakaður um að hafa þegið fjölda dýrra gjafa frá þjóðhöfðingjum og auðjöfrum.

Enn er ekki búið að telja öll atkvæði en kosið var á þriðjudaginn. Þegar búið er að telja rúmlega 95 prósent atkvæða hefur Likudflokkur Netanyahus tryggt sér 32 þingsæti af 120 á ísraelska þinginu. Bláhvíta bandalagið er með 33 þingmenn. Reuven Rivlin forseti þarf svo að ákveða hver fær umboð til stjórnarmyndunar í þeirri von að ekki þurfi að boða til kosninga í þriðja sinn. Líklegast þykir að það gæti þurft að koma á eins konar sátta- og einingastjórn þessara tveggja flokka eins og Netanyahu virðist nú leggja til.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV