Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Netanyahu flýtir heimför vegna vaxandi spennu

03.01.2020 - 10:32
epa08098934 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu (R) shakes hands with Greek Prime Mimnister Kyriakos Mitsotakis (C) next to Cyprus Nicos Ananstasiadis (L) after the signing of the EastMed agreement at the Zappeion Hall, in Athens, Greece, 02 January 2020. An intergovernmental agreement on the EastMed natural gas pipeline will be signed by Greece, Cyprus and Israel, containing provisions on measures for the protection and security of the pipeline.  EPA-EFE/YANNIS KOLESIDIS
Heimsókn Benjamins Netanyahus til Grikklands verður styttri en til stóð. Hér takast Netanyahu og Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, í hendur. Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, stytti heimsókn sína til Grikklands og hraðaði sér heim á leið, þegar fréttist af því að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani hefði fallið í loftárás Bandaríkjahers í Írak. Öryggisráð landsins hefur verið kallað saman síðar í dag til að ræða mögulegar ógnir sem kunna að steðja að Ísraelsmönnum vegna árásarinnar.

Gripið hefur verið til öryggisráðstafana í Ísrael. Meðal annars hefur skíðasvæði verið lokað í Gólanhæðum við landamæri Sýrlands og Líbanons.

Ráðamenn í Íran hóta því að hefna hershöfðingjans með afgerandi hætti. Hann var æðsti yfirmaður Byltingarvarðliðsins, sérsveitar íranska hersins og almenn talinn ganga næst Ali Khamenei erkiklerki að völdum í landinu.