Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Nauðasamningar Hólmadrangs staðfestir

12.07.2019 - 16:59
Hólmavík Strandir Vestfirðir
 Mynd: Jóhannes Jónsson - ruv.is
Héraðsdómur Vestfjarða hefur staðfest nauðasamninga rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík. Kröfuhafar samþykktu nauðasamningana í lok júní.

Hólmadrangur greiðir nú kröfuhafa samkvæmt samningnum og Viktoría Rán Ólafsdóttir stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það geti nú loksins horft til framtíðar og unnið að samkomulagi sem tryggi félaginu hráefni og örugga sölusamninga næstu misseri. Hún segir að forsvarsmenn Hólmadrangs séu þakklátir starfsfólkinu sem hefur staðið sem klettur með fyrirtækinu. Þá hafi kröfuhafar sýnt mikinn stuðning í erfiðu ferli. 

Hólmadrangur hefur átt í fjárhagskröggum undanfarin misseri en fyrirtækið er meðal þeirra stærstu á Hólmavík. Þar starfa um tuttugu manns. 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður