Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Náttúruverndarsamtök fagna frumvarpi

18.02.2013 - 08:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar framkomnu frumvarpi til laga um náttúruvernd og skorar á Alþingi að tryggja framgang þess.

Samtökin benda sérstaklega á að í frumvarpinu sé ákvæði um náttúruverndarsjóð sem standi straum af kostnaði vegna umönnunar friðaðra og friðlýstra náttúruminja og ákvæði um að auka fræðslu um náttúruvernd og náttúrufar. Þá séu ákvæði í frumvarpinu er heimila stjórnvöldum að bregðast við brotum gegn ákvæðum laga og reglna, ekki síst með beitingu þvingunarúrræða. Hingað til hafi yfirvöld staðið úrræðalaus þegar brotið sé gegn náttúruverndarlöggjöfinni. Náttúruverndarsamtökin gagnrýna aftur á móti að í frumvarpinu sé ekki tekið á beit á afréttum sem ekki þola nokkra beit, auðnum og rofsvæðum.