Pilturinn sem leitað er að í og við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði heitir Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hann er 16 ára gamall, búsettur í Vestmannaeyjum og fæddur í Noregi árið 2003. Leifs hefur verið leitað frá því á miðvikudagskvöld. Hann var að aðstoða bónda í dalnum við að koma rafmagni aftur á í óveðrinu þegar krapaflóð hreif hann með sér.