Nærri 14.000 hafa greinst með COVID-19 á Spáni

18.03.2020 - 12:15
epa08303294 Spanish Prime Minister Pedro Sanchez delivers a speech to explain the declaration of the 'state of alarm' issued to deal with the coronavirus outbreak during a plenary session at Lower Chamber in Madrid, Spain, 18 March 2020. Sanchez is to explain the measures taken to deal with the COVID-19 outbreak.  EPA-EFE/Mariscal / POOL
Það var fámennt í þingsal í Madrid í morgun. Mynd: EPA-EFE - EFE POOL
Heilbrigðisráðuneyti Spánar greindi frá því í morgun að meira en 13.700 manns hefðu nú greinst þar með COVID-19 veiruna, staðfestum smitum hefði fjölgað um meira en 2.500 síðan í gær. 558 hefðu látist af völdum kórónaveirunnar á Spáni. 

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sagði fyrir hálftómum þingsal í morgun að neyðarástand ríkti heilbrigðis-, félags- og efnahagsmálum landsins vegna kórónaveirunnar. Landsmenn yrðu standa saman gegn þessari vá. Ástandið ætti eftir að versna.

Forsætisráðherrann boðaði í gær ráðstafanir upp á 200 milljarða evra til að bregðast við ástandinu af völdum COVID-19, sem meðal annars fela í sér greiðslufrest fyrir skuldara og að launþegar geti minnkað starfshlutfall eða tekið frí á launum til að annast veika eða aldraða ættingja.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi