Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Myrti konu sína og svipti sig lífi

13.04.2016 - 15:41
Mynd með færslu
 Mynd: Valgeir Örn Ragnarsson - RÚV
Karl og kona fundust látin í íbúð á Akranesi í hádeginu í dag. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að karlmaður á sjötugsaldri hafi myrt konu sína með skotvopni og svipt sig síðan lífi. Konan var á sextugsaldri. Lögreglumenn brutu sér leið inn í íbúðina og fundu fólkið látið.

Atburðirnir gerðust í fjölbýlishúsi á Akranesi í nótt. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.

Konan var starfsmaður í Grundarskóla á Akranesi. Nemendur skólans voru sendir heim klukkan tvö í dag og starfsfólki tilkynnt um málið. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV