„Þessi blessuðu fjöll hérna þau eru yndisleg en þau taka af okkur sólina,“ segir Sveinn Björnsson, íbúi á Siglufirði. Myrkrið hefur misjöfn áhrif á fólk. Sumir eru þreyttir á því meðan aðrir finna ekki fyrir neinu og enn aðrir sjá í því tækifæri.
„Myrkrið er klárlega einn af þeim þáttum sem ferðaþjónustan hefur verið að taka inn í sína vöruþróun,“ segir Sævar Freyr Sigurðsson framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Saga Travel.
Landinn skoðaði myrkrið, sem nóg er af þessa dagana, þótt það sé varla svipur hjá sjón eftir að við kynntumst rafmagnsljósunum.
Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.