Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Myndlistarsýning fyrir blinda og sjónskerta

Mynd: RÚV / RÚV

Myndlistarsýning fyrir blinda og sjónskerta

15.08.2019 - 15:28

Höfundar

Gerður Guðmundsdóttir myndlistarkona opnar myndlistarsýningu sem er sérstaklega gerð fyrir þarfir blindra og sjónskerta.

Kjarni sýningar Gerðar Guðmundsdóttur er skynjun. Sýningin er nýstárleg að því leyti að öll verkin má snerta, enda eru þau fyrir blinda og sjónskerta. „Það hefur lengi búið í mér að gera þessu fólki kleift að koma á sýningu án þess að vera hálfpartinn rekið út því það má ekki snerta á neinu.“

Hugmyndin að sýningunni hefur blundað lengi í Gerði. „Mig hefur lengi langað að búa til sýningu þar sem þeir sem eru sjónskertir og blindir, sem sjá á mismunandi hátt hver og einn, gætu komið og snert á öllu,“ segir Gerður. „Það hefur verið lítið um slíkar sýningar hér á landi.“

Úr sýningu Gerðar Guðmundsdóttur, skynjun - má snerta.
 Mynd: Listasalur Mosfellsbæjar

Verkin eru harla glaðleg og segir hvert þeirra sína sögu og leiðir gesti áfram í gegnum áþreifanlegan söguþráð þar sem skynjunin er ævintýrið. „Hérna er ég fyrst og fremst að leika mér með liti, andstæður í litum og sterka frumliti, og svo náttúrulega að það megi ganga um, snerta allt og káfa á. Það kemur ákveðin skynjun í gegnum þessar þreifingar og snertingu.“ 

Rætt var við Gerði í Mannlega þættinum á Rás 1. Sýningin verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 16. ágúst.

Tengdar fréttir

Myndlist

Óheppnar gamlar peysur mæta örlögum sínum

Myndlist

Myndaði meðgöngu í skugga geðhvarfa

Myndlist

Ákvað að gerast myndlistarmaður aðeins tíu ára

Tónlist

Lifandi veggjalist í undirgöngum