Myndband við Malbik og ný plata á leiðinni

Mynd með færslu
 Mynd: Emmsjé Gauti - Youtube

Myndband við Malbik og ný plata á leiðinni

02.03.2020 - 13:42
Í október í fyrra gáfu Emmsjé Gauti og Króli út lagið Malbik. Í dag kom út myndband við lagið. Myndbandið var tekið upp út á Granda og var því leikstýrt af Fannari Birgissyni og Ragnari Óla Sigurðssyni.

Gauti greinir frá því á Facebook síðu sinni að ný plata sé á leiðinni frá honum sem ber heitið BLEIKT SKÝ. Hann segir þar að platan sé komin í master ferli og að það sé stutt þangað til hún fær að líta dagsins ljós.