Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Musk sýknaður í meiðyrðamáli

07.12.2019 - 06:08
epaselect epa08042645 Tesla and SpaceX CEO Elon Musk (R) leaves after the first day of a trial against British diver Vernon Unsworth at the United States Courthouse in Los Angeles, California, USA, 03 December 2019. Unsworth has taken Musk to court on the grounds of defamation after Musk accused him of being a pedophile during the rescue of 13 people from a flooded Thai cave in July 2018.  EPA-EFE/CHRISTIAN MONTERROSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk var sýknaður í gærkvöld í meiðyrðamáli sem höfðað var af breska kafaranum Vernon Unsworth. Unsworth krafðist 190 milljóna dollara í skaðabætur, jafnvirði um 23 milljarða króna, vegna færslu Musk á Twitter þar sem hann kallaði Unsworth barnaníðing.

Unsworth kom að frægri björgun tólf taílenskra skólastráka sem festust inn í Tham Luang hellunum í fyrrasumar. Björgunaraðgerðirnar vöktu heimsathygli og Musk var meðal þeirra sem bauð fram aðstoð sína og sendi meðal annars sérfræðinga frá Teslu og kafbát til Taílands.

Unsworth sagði í viðtali við CNN að það væri markaðsbrella hjá Musk sem brást reiður við og sagði kafarann vera barnaníðing. Hann baðst síðar afsökunar og sagði ummælin hafa verið vanhugsuð.