Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

MR vann Kvennó með einu stigi

14.02.2020 - 21:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Menntaskólinn í Reykjavík vann Kvennaskólann 25-24 í viðureign kvöldsins í 8-liðum úrslitum Gettu betur í kvöld.

Lið MR skipa Ármann Leifsson, Birta Líf Breiðfjörð Jónasdóttir og Víkingur Hjörleifsson. 

Lið Kvennó skipa Ari Borg Helgason, Áróra Friðriksdóttir og Berglind Bjarnadóttir. 

Þetta var þriðja viðureignin í átta liða úrslitum keppninnar. Kvennaskólinn er núverandi handhafi hljóðnemans en skólinn vann einmitt Menntaskólann í Reykjavík í úrslitum keppninnar í fyrra. 

Spurningahöfundar og dómarar eru Ingileif Friðriksdóttir, Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason og spyrill er Kristjana Arnarsdóttir. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV