MR vann Gettu betur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

MR vann Gettu betur

13.03.2020 - 21:25
MR vann Borgarholtsskóla í úrslitum Gettu betur í kvöld með 24 stigum gegn 12. Þetta er í 21. skipti sem MR vinnur. Lið Borgó skipa þau Fanney Ósk Einarsdóttir, Magnús Hrafn Einarsson og Viktor Hugi Jónsson.

Í sigurliði MR eru Ármann Leifsson, Birta Líf Breiðfjörð Jónasdóttir og Víkingur Hjörleifsson. Upphaflega stóð til að engir áhorfendur yrðu leyfðir í salnum vegna COVID-19 veirunnar en svo fór að lokum að nokkrum áhorfendum var leyft að fylgjast með.