Ungir vísindamenn mótmæltu niðurskurði til tækni- og vísindasjóða með því að rísa úr sætum á Rannsóknarþingi 2013 og halda uppi blöðum með spurningamerkjum. Merkin voru um 40 talsins og táknuðu þau störf sem tapast vegna niðurskurðar í fjárframlögum á fjárlögum til sjóðanna.