Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Mótmæltu niðurskurði til vísinda

05.12.2013 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Ungir vísindamenn mótmæltu niðurskurði til tækni- og vísindasjóða með því að rísa úr sætum á Rannsóknarþingi 2013 og halda uppi blöðum með spurningamerkjum. Merkin voru um 40 talsins og táknuðu þau störf sem tapast vegna niðurskurðar í fjárframlögum á fjárlögum til sjóðanna.

Ungu vísindamennirnir risu úr sæti meðan á pallborðsumræðum stóð, eftir að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafði flutt ávarp við upphaf fundarins.

Ný stefna Vísinda- og tækniráðs, fyrir árin 2013 til 2016 var kynnt á fundinum. Þar er gert ráð fyrir eflingu rannsókna en nokkrir létu í ljós áhyggjur af því að fjármagnsskortur kynni að hamla þeim áætlunum.