Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mótmæli breiðast út á Indlandi

16.12.2019 - 07:47
Erlent · Asía · Indland
epa08073265 Artists and citizens gather to protest against Citizenship Amendment Act (CAA) 2019 as they stage a concert against CAA in Guwahati, India, 15 December 2019.  Relaxation was given in the ongoing curfew by the authorities. Curfew was imposed in the Guwahati city after people were protesting against the Citizenship Amendment Bill and violence broke out. The bill will give Indian citizenship rights to refugees from Hindu, Jain, Buddhist, Sikhs, Parsi or Christian communities coming from Afghanistan, Bangladesh and Pakistan.  EPA-EFE/STR
Frá mótmælafundi í Guwahati í Assam í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mótmæli gegn umdeildum lögum um borgararétt hafa breiðst út á Indlandi síðan þau voru samþykkt í síðustu viku. Fimm létu lífið í mótmælum á Indlandi í gær. 

Í fyrstu voru mótmælin mest í fylkjunum Assam og Tripura í norðausturhluta Indlands, en einnig hefur komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda í Uttar Pradesh og í höfuðborginni Nýju Delí. Í gær beitti lögregla táragasi gegn námsmönnum við háskóla í Nýju Delí sem mótmæltu lögunum.

Í þeim er kveðið á um að fólk úr trúarlegum minnihlutahópum í grannríkjunum Afganistan, Bangladess og Pakistan fái flýtimeðferð til að öðlast ríkisborgararétt á Indlandi. Múslimar eru undanskildir í lögunum, en að sögn stjórnvalda er það vegna þess að þeir eru ekki í minnihluta í þessum löndum. 

Andstæðingar laganna segja þau brjóta í bága við veraldlega stjórnarskrá Indlands og leiða til aukinnar spennu og andúðar í garð múslima í landinu. Þá óttast margir straum fólks frá þessum þremur löndum til Indlands og benda á að í Bangladess búi um 16 milljónir Hindúa.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV