Flóttamenn og hælisleitendur í á grísku eynni Lesbos efndu til mótmæla þar í gær og fyrradag. Þeir mótmæltu seinagangi yfirvalda við afgreiðslu mála og bágum aðstæðum í Moria-flóttamannabúðunum á eynni. Í fyrradag var táragasi beitt gegn mótmælendum.