Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mótmæli á Lesbos

05.02.2020 - 09:59
Erlent · - · Evrópa
epa08192165 Riot policemen disperse asylum seekers who live in Moria camp during a prot?est over better living conditions and faster asylum procedures, in the city of Mytilini, Lesvos, Greece, 04 February 2020. More than 20,000 people live in poor conditions in the camp that is meant to ho?st 2,500 migrants and refugees.  EPA-EFE/STRATIS BALASKAS
Lögreglumenn ráðast gegn mótmælendum á Lesbos í gær. Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Flóttamenn og hælisleitendur í á grísku eynni Lesbos efndu til mótmæla þar í gær og fyrradag. Þeir mótmæltu seinagangi yfirvalda við afgreiðslu mála og bágum aðstæðum í Moria-flóttamannabúðunum á eynni. Í fyrradag var táragasi beitt gegn mótmælendum.

Um 10.000 manns dvelja í Moria-búðunum, en upphaflega var gert ráð fyrir að þær hýstu einungis 3.000 manns. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt stjórnvöld í Grikklandi til að flyta fleiri flóttamenn frá Lesbos upp á gríska meginlandið.