Mótmæla afskiptum ESB

17.04.2012 - 22:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslensk stjórnvöld hafa þegar mótmælt afskiptum Evrópusambandsins af Icesave-deilunni fyrir EFTA dómstólnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Stjórnarandstöðu þingmenn voru rasandi að loknum fundi um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í kvöld.

Stjórnarandstöðu þingmenn fór fram á fund í utanríkismálanefnd Alþingis í kvöld vegna afskipta framkvæmdarstjórnar Evrópu af máli gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Vilja þingmennirnir ræða stöðu aðildarviðræðanna vegna þessa.

Það var skrýtið hljóð í nefndarmönnum að loknum fundi í kvöld. „Þetta var líklega sérkennilegasti nefndarfundur sem ég hef verið á,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Allur tíminn hefði farið í að ræða mál sem síðan hefði komið í ljós að væri allt öðru vísi vaxið en ætla hefði mátt af umræðunni.  

Hvorki Sigmundur né aðrir nefndarmenn gátu útskýrt hvað hann ætti við með þessu þar sem nefndarformaðurinn fór fram á trúnað um efni fundarins.

„Við verðum væntalega bara að reyna að fá þær upplýsingar frá ráðherranum í þinginu,“ sagði Sigmundur.

Stjórnarþingmenn og ráðherra sem einn hefur heimild til að aflétta trúnaði af því sem fram fór, gátu ekki skýrt orð Sigmundar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr málið þó að athugasemdum íslenskra stjórnvalda við þátttöku framkvæmdastjórnar Evróupsambandsins í málinu. En þær hafa þegar verið sendar Evrópusambandinu og sendiherra þess hér á landi. Í þeim kemur fram sú skoðun stjórnvalda að þátttaka þeirra í dómsmálinu sé óviðeigandi á meðan á aðildarviðræðum standi.  

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi