Moldóvskur stúlknakór flutti Lofsöng með glæsibrag

Mynd: RÚV / RÚV

Moldóvskur stúlknakór flutti Lofsöng með glæsibrag

17.11.2019 - 19:55
Moldóvar fóru nýstárlegar leiðir við að flytja þjóðsöngva Íslands og Moldóvu fyrir leik liðanna í undankeppni EM 2020 í fótbolta í kvöld. Moldóvskur stúlknakór fór vel með Lofsöng fyrir leik.

Þjóðsöngurinn var í umræðunni í vikunni eftir leik Íslands við Tyrki í Istanbúl en tyrkneskir stuðningsmenn kæfðu sönginn með bauli við litla hrifingu fólks hér heima.

Það var annað uppi á teningunum fyrir leik kvöldsins þegar kór skipaður moldóvskum stúlkum íklæddum hvítum kuflum, söng Lofsöng með glæsibrag.

Sönginn má sjá í spilaranum að ofan.

Hér má sjá leik Íslands og Moldóvu í beinni útsendingu.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Meiðsli og vítaklúður í sigri á Moldóvu

Fótbolti

Tyrkir kaffærðu Lofsöng með bauli