Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mjólkurbikarinn snýr aftur

Mynd með færslu
Samstarfssamningur KSÍ, Mjólkursamsölunnar og Sýnar var undirritaður í húsakynnum KSÍ í dag. Keppt hefur verið um Borgunarbikarinn undanfarin ár. Mynd: KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands

Mjólkurbikarinn snýr aftur

05.04.2018 - 15:58
Bikarkeppni knattspyrnusambands Íslands hefur fengið nafnið Mjólkurbikarinn á ný eins og keppnin var nefnd af kostunarástæðum síðast árin 1986-1996.

Mjólkurbikar karla hefst fimmtudaginn 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki en þá mætast Ýmir og KV, Álftanes og Ísbjörninn, ÍR og Ægir, Grótta og Vatnaliljur, Augnablik og Kormákur/Hvöt og loks Berserkir og Reynir S. Alls eru 27 leikir á dagskrá í fyrstu umferð karla sem lýkur sunnudaginn 22. apríl. Mjólkurbikar kvenna hefst laugardaginn 5. maí en þá mætast lið Álftaness og Fjölnis á Bessastaðavelli en alls eru níu leikir á dagskrá í fyrstu umferð kvenna sem lýkur mánudaginn 21. maí.

58 ár eru síðan bikarkeppni KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1960 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok sumars en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar karla laugardaginn 15. september og kvenna laugardaginn 18. ágúst á Laugardalsvelli.