Mjólkurbikar karla hefst fimmtudaginn 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki en þá mætast Ýmir og KV, Álftanes og Ísbjörninn, ÍR og Ægir, Grótta og Vatnaliljur, Augnablik og Kormákur/Hvöt og loks Berserkir og Reynir S. Alls eru 27 leikir á dagskrá í fyrstu umferð karla sem lýkur sunnudaginn 22. apríl. Mjólkurbikar kvenna hefst laugardaginn 5. maí en þá mætast lið Álftaness og Fjölnis á Bessastaðavelli en alls eru níu leikir á dagskrá í fyrstu umferð kvenna sem lýkur mánudaginn 21. maí.
58 ár eru síðan bikarkeppni KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1960 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok sumars en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar karla laugardaginn 15. september og kvenna laugardaginn 18. ágúst á Laugardalsvelli.
Mjólkurbikarinn er mættur á nýjan leik, en KSÍ, MS og Sýn skrifuðu í dag undir samning þess efnis í dag.
Hér má sjá @gudnibergs, formann KSÍ, Ara Edwald, forstjóra MS, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, skála í mjólk. pic.twitter.com/BYLX04CjYr
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 5, 2018