Mjaldrasystur bregða á leik

03.02.2020 - 23:46
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít virðast una sér vel í Vestmannaeyjum. Þær voru fluttar hingað til lands frá Kína með flugvél á síðasta ári. Þær hafa verið í sóttkví síðan þær komu til landsins en stefnt er að því að flytja þær í hvalalaug með vorinu.

Kristinn Þeyr Magnússon, myndatökumaður RÚV, var á ferð í Vestmannaeyjum á dögunum og tók meðfylgjandi myndband af systrunum. Undir hljómar lagið Suspirium með breska tónlistarmanninum Thom Yorke.
 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi