Minnisvísan um óákveðnu fornöfnin

Mynd: RÚV / RÚV

Minnisvísan um óákveðnu fornöfnin

31.08.2019 - 06:45

Höfundar

Þau orð sem venja er að kalla óákveðin fornöfn flokkast flest til svonefndra magnorða. Þau fela í sér einhvers konar afmörkun fjölda.

Til er minnisvísa um algengustu óákveðnu fornöfnin sem mörg kannast eflaust við:

Annar, fáeinir, enginn, neinn,

ýmis, báðir, sérhver,

hvorugur, sumur, hver og einn,

hvor og nokkur, einhver.

Auk vísunnar teljast yfirleitt einnig til óákveðinna fornafna annar hver, annar hvor, annar tveggja, hvor tveggja og allur. Og stundum einnig samur, sjálfur og slíkur.

Málafarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar í viku.