Milwaukee í undanúrslit í fyrsta sinn í 18 ár

epa07556812 Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo of Greece (L) dunks the basketball in front of Boston Celtics center Al Horford of the Dominican Republic (R) during the NBA Eastern Conference playoff basketball game between the Boston Celtics and the Milwaukee Bucks at Fiserv Forum in Milwaukee, Wisconsin, USA, 08 May 2019.  EPA-EFE/TANNEN MAURY SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Milwaukee í undanúrslit í fyrsta sinn í 18 ár

09.05.2019 - 05:44
Milwaukee Bucks varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Liðið lagði Boston 116-91 í fimmta leik liðanna í nótt, og einvígið þar með 4-1. Meistarar Golden State Warriors komust í kjörstöðu í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri á heimavelli.

Sigur Milwaukee, sem lauk deildarkeppninni með flesta sigra, var aldrei í hættu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í 18 ár sem liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni. Eins og svo oft áður var það Grikkinn Giannis Antetokounmpo sem dró vagn Milwaukee með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þáttur bakvarðanna Khris Middleton og Eric Bledsoe var einnig drjúgur en Middleton skoraði 19 stig og tók 8 fráköst og Bledsoe skoraði 18 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestann með 15 stig.

Bakvarðaparið Klay Thompson og Stephen Curry var öflugt í sigri Golden State gegn Houston í fimmta leik liðanna í nótt. Staðan í einvíginu er nú 3-2 fyrir Golden State, en næsti leikur verður háður í Houston. Óvíst er um þátttöku Kevin Durant, framherja Golden State, í næsta leik þar sem hann meiddist á kálfa seint í leiknum. Durant hefur verið drifkrafturinn í sókn Golden State í úrslitakeppninni og skorað yfir 35 stig að meðaltali í leik. Hann hafði skorað 22 stig þegar hann haltraði af velli í nótt. Thompson skoraði 27 stig og Curry 25. James Harden var fyrirferðamestur í lið gestanna með 31 stig.