Milljónir taka þátt í loftslagsverkföllum

Mynd með færslu
 Mynd: Greta Thurnberg - Twitter

Milljónir taka þátt í loftslagsverkföllum

27.09.2019 - 11:47
Síðustu vikuna hefur verið staðið fyrir alþjóðlegu allsherjarverkfalli fyrir loftslagið í fjölmörgum löndum heimsins. Hér á Íslandi hefur verið mótmælt við Austurvöll á hverjum degi og í dag hefur Twitter fyllst af myndböndum af ótrúlegum fjölda mótmælenda út um allan heim.

Föstudagar fyrir framtíðina, átak Gretu Thurnberg, hófst fyrir rúmlega ári síðan og hefur vægast sagt undið upp á sig. Hitinn í kringum loftslagsmál hefur verið mikill undanfarna viku þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fór fram í New York. 

Síðasta föstudag voru um 4 milljónir manna sem mótmæltu alls staðar í heiminum. Í dag eru 6631 viðburðir skipulagðir í 170 löndum og nú þegar streyma inn svipmyndir af troðfullum götum. Í Nýja Sjálandi segja fyrstu tölur að um 170 þúsund hafi lagt leið sína á mótmæli í landinu, það eru um 3,5% af heildaríbúafjölda landsins. 

Á Ítalíu hefur ungt fólk sömuleiðis fjölmennt og myndir og myndskeið frá Mílan hafa vakið athylgi margra. 

Myndir og myndskeið hafa sömuleiðis birst af verkföllum í Helsinki, Róm, Vín, Haag, Búdapest, Indlandi, Suður-Kóreu og svo mætti lengi telja. Á korti Globalclimatestrike.net má sjá dreifingu skipulagðra mótmæla i heiminum þar sem þau teygja sig allt frá Ástralíu til Alaska. Greta sjálf mun taka þátt í verkfallinu í Montreal. 

Mynd með færslu
 Mynd: globalclimatestrike.net
Loftslagsverkföll í heiminum í dag.

Íslensk ungmenni munu svo að sjálfsöðgu ekki láta sitt eftir liggja en verkfall í Reykjavík hefst á Austurvelli á slaginu klukkan 12.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Sjáumst kl. 12 á Austurvelli á síðasta degi allsherjarverkfallsins!

A post shared by Loftslagsverkfall (@loftslagsverkfall) on