Í ljósi sögunnar á Rás 1 fjallar um sögu Kongó. Þetta er þriðji þáttur af þremur. Fyrri þættir fjölluðu um nýlendusögu Kongó og fyrstu árin eftir að landið fékk sjálfstæði.
Spilltur einvaldur var besti vinur Vesturlanda
Einræðisherrann Mobutu Sese Seko stjórnaði Kongó, eða Saír eins og hann nefndi landið, í 32 ár frá 1965 til 1997. Þrátt fyrir að vera gjörspilltur og einvaldur naut hann lengst af stuðnings Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja, sem álitu hann mikilvægan bandamann í kalda stríðinu.
Hann missti þann stuðning þegar tíundi áratugurinn gekk í garð og kalda stríðinu lauk. Þá hafði Mobutu að auki tekist að gera land sitt svo gott sem gjaldþrota með eyðslusemi og óstjórn, og innviðir ríkisins voru að hruni komnir.