Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Milljón mótmæltu forseta Chile

26.10.2019 - 00:30
epa07949845 Aerial photograph shows thousands of protesters gathered to request the resignation of Chilean President Sebastian Pinera, in the area surrounding Plaza Italia in Santiago, Chile, 25 October 2019. The increase in the price of the metro ticket of the Chilean capital marked the beginning of a wave of protests that, as the days went by, quickly morphed into a wider protest against social inequality.  EPA-EFE/Rodrigo Saez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Nærri milljón manns komu saman á götum Santiago í dag til að krefjast afsagnar Sebastian Pinera, forseta Chile. Mótmælin eru talin þau fjölmennustu í sögu landsins. Mótmælendur sungu saman lög andspyrnuhreyfinga áranna 1973 til 1990, þegar einræðisstjórn Augusto Pinochet réði ríkjum í landinu.

Karla Rubilar, borgarstjóri Santiago, sagði daginn sögulegan og hrósaði mótmælendum sem gengu friðsamlega fram. 

Undanfarna viku hafa verið tíð mótmæli í landinu vegna vaxandi bils á milli ríkra og fátækra. Stjórnvöld hafa mætt mótmælendum af mikilli hörku, en alls létu 19 lífið í mótmælum síðustu viku. Pinera forseti baðst afsökunar fyrr í vikunni á að hafa mistekist að sefa reiði almennings. Hann kynnti nýjar áætlanir þar sem meðal annars var kveðið á um hækkun lágmarkslífeyris og lægstu launa. Hann kallaði eftir því í dag að þingmenn samþykktu áætlanir hans hið fyrsta, í stað þess að eyða tíma í að ræða þær fram og til baka á þingi.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV