Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Milljarðavinningar í EuroJackpot

25.01.2013 - 08:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslendingum gefst kostur á að taka þátt í nýjum lottóleik frá og með næsta sunnudegi þegar sala hefst á miðum í EuroJackpot. Íslensk getspá segir í tilkynningu að fyrsti útdrátturinn í EuroJackpot hafi farið fram í mars í fyrra en leikurinn hafi verið sex ár í undirbúningi.

Hæsti vinningur í EuroJackpot getur verið fimmtán milljarðar íslenskra króna. Með þátttöku Íslands taka nú fjórtán Evrópuþjóðir þátt í leiknum. Dregið er á hverjum föstudegi.