Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Milljarðatap í ferðaþjónustu í Víetnam

07.02.2020 - 09:13
Erlent · Asía · Kína · Kórónaveiran · Víetnam
epa08075222 Foreign tourists walk along a street in Hanoi, Vietnam, 16 December 2019. Vietnam attracted more than 16 million foreign visitors in the first 11 months of 2019, an increase of 15.5 percent over the same period last year, according to the General Statistics Office in Vietnam.  EPA-EFE/LUONG THAI LINH
Vestrænir ferðamenn í Hanoi í desember. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Víetnam segja að ferðaþjónustan þar í landi verði fyrir miklu tekjutapi vegna kórónaveirufaraldursins í Kína. Tapið á þessu ári kunni að nema allt að 7,7 milljörðum dollara, jafnvirði meira en eitt þúsund milljarða króna.

Á síðasta ári komu átján milljónir ferðamanna til Víetnam, um þriðjungurinn frá Kína. Forsvarsmenn í ferðaþjónustu gera ráð fyrir að kínverskum ferðamönnum fækki verulega eða um allt að tvær milljónir, auk þess muni margir aðrir halda sig fjarri þessum heimshluta.

Tólf hafa greinst með kórónaveiruna í Víetnam og hafa stjórnvöld hætt að veita þeim vegabréfsáritanir sem verið hafa í Kína undanfarinn hálfan mánuð. 

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV