
Eignir Bláa lónsins eru metnar á ríflega 22 milljarða króna og hjá félaginu starfa nærri 900 manns í 726 stöðugildum. Í fyrra voru nýtt hótel og tveir veitingastaðir opnaðir við Bláa lónið en með því jukust umsvif félagsins talsvert.
Haft er eftir Grími Sæmundsen, forstjóra og einum eigenda Bláa lónsins, í tilkynningu:
„Starfsemi fyrirtækisins byggir á traustum grunni. Við munum halda áfram að hlúa að og þróa starfsemi Bláa Lónsins ásamt því að leggja okkar af mörkum til að stuðla að jákvæðri upplifun ferðamanna á Íslandi og sjálfbærum vexti. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna sem leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi.
Skattspor Bláa Lónsins nam um 5 milljörðum króna árið 2018 og stækkaði um 56% frá árinu 2017 en þá var það í hópi þeirra tíu fyrirtækja sem borguðu mesta skatta og opinber gjöld á Íslandi.“