Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Mikil skjálftavirkni í Tungnafellsjökli

17.10.2014 - 14:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Meira en 40 skjálftar hafa mælst í Tungnafellsjökli frá því í morgun. Enginn náði þremur að stærð. Tungnafellsjökull er eldstöð, en lítið er vitað um virkni hennar. Jökulinn er um 20 kílómetra norðvestur af Bárðarbungu, rétt við Sprengisandsleið.

Freysteinn Sigmundsson, jarðfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, segir einhverja skjálftavirkni hafa verið í Tungnafellsjökli síðan umbrotin í Bárðarbungu hófust, en hún hafi verið að sækja í sig veðrið í dag. 

„Þetta þarf ekki að þýða annað en eldstöðin í jöklinum verður fyrir breytingum vegna Bárðarbungu," segir hann. „Þó að skjálftarnir hafi verið að aukast þetta mikið þá eru þeir ekki ávísun á gos þar." 

Tungafellsjökull hefur ekki gosið oft svo vitað sé. Engin merki eru sjáanleg um jarðskorpuhreyfingar þar. Eldstöðin er ekki tengd Bárðarbungukerfinu, þó að hún verði vissulega fyrir áhrifum þaðan. 

Staðan er annars svipuð á gosstöðvunum og litlar breytingar eru á gosinu í Holuhrauni frá degi til dags. 

[email protected]