Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Mikil gosmengun í Suðursveit

27.10.2014 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Gasmengunin í Suðursveit að Jökulsárlóni á fjórða tímanum var í kringum 3.000 mikrógrömm af brennisteinsdíoxíði á rúmmetra og á Fljótavegi í vestanverðum Nesjum mældist hún um og yfir 900 míkrógrömm.

Brennisteinsdíoxíðmengunin mældist 1200 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn snemma í morgun en var meiri á Mýrunum og Suðursveit, á bilinu 4.200-6.600. Rétt fyrir hádegi var mengunin 1800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði og Skaftafelli.  Hún var næstum því tíu sinnum meiri í gær þegar hún fór yfir 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir mikilli mengun á svæðinu næsta sólarhringinn en að hún færist síðan í vestur á morgun. 

Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.