Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mikið spurt um laun í sóttkví hjá ASÍ og SA

02.03.2020 - 12:34
Mynd með færslu
 Mynd: Petr Kratochvil - publicdomainpictures.net
Samtök atvinnulífsins og Alþýðursamband Íslands hafa síðustu daga svarað mörgum fyrirspurnum um tilhögun launagreiðsla þurfi launamaður að fara í sóttkví vegna Covid-19, kórónaveirunnar. Bæði samtökin hyggjast senda frá sér tilkynningu um þetta í vikunni.

Hjá ASÍ hefur fyrirspurnum stéttarfélagana verið svarað á þá leið að sé launamanni samkvæmt fyrirmælum læknis bannað að sækja vinnu þá sé hann í veikindafríi. Þetta á við um ef launamaðurinn er í sóttkví. Nokkur hundruð Íslendingar eru í sóttkví án þess að vera veikir.
Hjá Samtökum atvinnulífsins hefur því  verið beint til fyrirtækja að sýna ábyrgð gegn útbreiðslu kórónaveirunnar eins og allt þjóðfélagið þurfi að gera. Málið sé ekki einfalt því launafólk hafi veikindarétt en ef það er í sóttkví þá sé það ekki endilega veikt. Stéttarfélög hafi líka yfir sjúkrasjóðum að ráða og að hvaða leyti atvinnurekandi gangi lengra ráðist af málavöxtum. Það fólk sem ferðast vitandi vits til svæða í mikilli áhættu hlýtur hins vegar að bera ábyrgð á því sjálft.