Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Miðstjórn Framsóknarflokksins boðuð til fundar

Mynd með færslu
 Mynd:
Miðstjórn Framsóknarflokksins hefur verið boðuð til fundar á Hótel Sögu klukkan átta á miðvikudagskvöld, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins. Þar verður stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna til umræðu.

Flokksráð Vinstri grænna hefur einnig verið kallað saman til fundar á miðvikudag en samkvæmt upplýsingum úr Valhöll er ekki enn búið að boða fund í flokksráði Sjálfstæðisflokksins.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV