Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Miðasala á aukatónleika Biebers hefst í dag

08.01.2016 - 07:33
Miðasala á aukatónleika kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber hefst klukkan tíu í dag. Þeim var bætt við eftir að það seldist upp á seinni tónleikana á methraða - mörgum aðdáendum hans til lítillar gleði. Forsala fyrir félaga í aðdáendaklúbbi Bieber fór fram í gær - þar seldust allir miðar upp með hraði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Senu sem heldur tónleikana í Kórnum í Kópavogi í byrjun september.

Fram kemur í tilkynningu frá Senu að opnað verður fyrir aðgang að rafænni röð klukkan níu hjá miðasölufyrirtækinu Tix.is.

Frá klukkan tíu eiga kaupendur að sjá tímann sem áætlaður er áður en þeim verður hleypt inn í kaupferlið. „Kaupendur þurfa þó að hafa í huga að tíminn getur bæði lengst og styst á meðan biðinni stendur,“ segir í tilkynningu frá Senu.

Þá áréttar fyrirtækið að ekki sé fræðilegur möguleiki á þriðju tónleikunum - þetta sé því allra síðasta tækifærið til að tryggja miða á tónleika Biebers hér á landi.