Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mexíkóskir hælisleitendur hugsanlega til Gvatemala

07.01.2020 - 09:15
epaselect epa07759783 Central American migrants enter the United States after crossing the border fence that divides Mexico from the USA, near the Santa Fe International Bridge, in Ciudad Juarez, Chihuahua state, Mexico, 06 August 2019. The migrants are mostly families from Central American countries such as Guatemala, El Salvador and Honduras, who cross into the United States and request political asylum.  EPA-EFE/REY JAUREGUI
Hælisleitendur frá Rómönsku-Ameríku sem komust yfirlandamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna í ágúst. Mynd: EPA-EFE - EFE
Mexíkómenn sem leita hælis í Bandaríkjunum kunna að verða sendir til Gvatemala samkvæmt umdeildum samningi Bandaríkjanna og Gvatemala. Ráðuneyti heimavarna í Bandaríkjunum greindi frá þessu í morgun.

Í samkomulaginu er Gvatemala skilgreint sem öruggt þriðja land sem gert hefur Bandaríkjamönnum keift að senda þangað hælisleitendur frá El Salvador og Hondúras.

Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa fordæmt þann gjörning, en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti heimavarna í Washington geta nú hælisleitendur frá Mexíkó bæst í þennan hóp og óskað verndar í Gvatemala.

Mexíkóska utanríkisráðuneytið kveðst ekki sammála túlkun bandarískra ráðamanna og segir að frá og með næstu mánaðamótum geti meira en 900 Mexíkómenn lent í þessari stöðu .

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV