#metoo-konur eru manneskjur ársins

31.12.2017 - 15:18
Mynd með færslu
Konur komu saman í Borgarleikhúsinu í desember og lásu sögur sem hafði verið deilt í lokuðum Facebook-hópum. Mynd: RÚV
Konurnar sem tóku þátt í svokallaðri #metoo-byltingu eru manneskjur ársins að mati hlustenda Rásar 2. Þetta var opinberað í þættinum Á síðustu stundu nú síðdegis. Sami hópur var einnig valinn maður ársins á Stöð 2. Greint var frá því í áramótaþættinum Kryddsíldinni nú um klukkan þrjú.

#metoo-byltingin hófst erlendis eftir að ásakanir um kynferðisbrot kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinsteins komust í hámæli. Konur hófu þá að deila reynslusögum sínum af kynferðisbrotum og kynferðislegri áreitni með myllumerkinu #metoo. Síðan hefur byltingin breiðst út um allt samfélagið, konur úr ýmsum starfsstéttum hafa stofnað með sér hópa á samfélagsmiðlum þar sem þær deila upplifunum sínum, stjórnmálamenn hafa tekið mál þessu tengd upp á arma sína og forseti Íslands varði stórum hluta þingsetningarræðu sinnar í desember í umræðu um #metoo-byltinguna.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi