Merarblóð notað í frjósemislyf

Mynd með færslu
 Mynd:

Merarblóð notað í frjósemislyf

29.10.2012 - 10:02
Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur framleitt frjósemislyf sem ætlað er svínum og sauðfé í rétt um þrjátíu ár og selt víða um heim. Hráefnið er próteinhormón sem finna má í blóði fylfullra mera, á fyrstu vikum meðgöngunnar.

Landinn kynnti sér starfsemina á haustmánuðum en það er einmitt þá sem blóð er tekið úr stóðmerum víða um land svo framleiða megi lyfið.

Til eru þeir sem vilja meina að heldur mikið blóð sé tekið úr hryssunum og jafnvel of oft á stuttu tímabili.

Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands og fyrrverandi formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segist ekki draga í efa að vel sé að þessum málum staðið. Hann vildi þó gjarnan sjá að gerðar væru ítarlegri rannsóknir á blóðmerum en hingað til.

Vertu vinur Landans á Facebook.