„En muna að halda fókus,“ segir Kári Kristján sem var duglegur að fagna upp í stúku og rífa stemninguna með sér.
„Er ég ekki maður fólksins? Ég er bara þar, maður er bara peyji úr Eyjum, bara slakur. En ég er bara þessi týpa af manni og ef þú velur mig í þetta verkefni þá færðu þetta.“ segir Kári.
En er Kári Kristján þá að svara kallinu eftir að hafa verið utan hóps á síðasta stórmóti?
„Tja, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég stend bara fyrir þessum handbolta. Ég er þungur, minn styrkur er að vera hnoðmörast í einhverjum gæjum og þeir höfðu bara ekki nógu mörg svör við því, Danirnir, í dag. Sem er bara vel fyrir mig og okkur og þjóðina.“
„Fyrir mig að koma úr Bandalaginu [ÍBV] og spila svo með einum besta handboltamanni í heimi, það er alveg geðveikt. Auðvitað er ég að njóta þess alveg í botn. Þannig að það er bara meiriháttar.“ segir Kári Kristján.
Sjón er sögu ríkari en stórskemmtilegt viðtal RÚV við Kára Kristján má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Ólaf Andrés Guðmundsson.