Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Mér finnst ég ekki vera rappari“

Mynd: Ragnar Santos / RÚV

„Mér finnst ég ekki vera rappari“

21.02.2020 - 16:55

Höfundar

Gestur Stúdíós 12 að þessu sinni er tónlistarmaðurinn Huginn sem flutti órafmagnaðar útgáfur af lögunum Hætti ekki og Veist af mér ásamt Þormóði Eiríkssyni. Þá tók Huginn einnig hið vinsæla Sorry mamma þar sem Egill Spegill var honum til aðstoðar.

Huginn hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins frá því að hann gaf út plötuna Eini strákur (Vol 1) sem kom út árið 2018. Hann hafði þó verið viðloðinn tónlist áður en hann hellti sér í gerð plötunnar. Þegar kom að því að taka upp ákvað hann að fara alla leið, hætti að vinna og opnaði sparireikninginn. „Ég hafði gefið út einhver lög áður sem voru ekki eins góð, langt frá því, svo ákveð ég að þetta sé það sem mig langi að gera. Ég settist niður í kjallara í Borgartúni ásamt Þormóði og kom ekki út fyrr en platan var tilbúin.”

Mynd: RÚV / RÚV

Huginn er hluti af hinu svokalla KBE gengi sem inniheldur einnig Herra Hnetusmjör. En samband þeirra Hugins og Herra Hnetusmjörs nær ansi langt aftur, þeir voru nefnilega saman á Laugum þegar þeir voru í 9. bekk. „Við vorum saman á Laugum í 9. bekk og þar var hann með kassagítar að spila og syngja. Svo vissum við af hvor öðrum mjög lengi og svo tengdum við aftur þegar ég var byrjaður að gera tónlist en var á smá villigötum með hvað ég átti að gera, ég vissi í raun ekkert hvað ég átti að gera áður en ég tengdi við hann.“ 

Aðspurður um hvaða hann fær helst innblástur segist Huginn hlusta mikið á Post Malone. “Þegar ég var yngri hlustaði ég mun meira á tónlist en ég geri núna. Ég hlustaði mjög mikið á það sem ég er að gera núna, eitthvað svona nýtt.”

Mynd:  / 

Tengdar fréttir

Tónlist

Sólstafir í Stúdíó 12: „Eins og hvert annað hjónaband“

Popptónlist

„Árið 2020 verður meiri Bríet“