Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Menntamálaráðherra sendir Hildi hamingjuóskir

epa08207857 Hildur Guonadottir reacts after winning the Oscar for Achievement in Music written for Motion Pictures (Original Score) during the 92nd annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 09 February 2020. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi Hildi Guðnadóttur hamingjuóskir á Facebook-síðu sinni í nótt. "Hildur er frábær fyrirmynd fyrir alla ungu Íslendingana sem dreymir um að ná langt á sínu sviði. Til hamingju enn og aftur kæra Hildur og takk fyrir tónlistina," skrifar ráðherrann meðal annars.

Hildur varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að hljóta Óskarsverðlaun og skráði sig um leið á spjöld sögunnar með því að vinna Emmy, Golden Globe, Grammy, Bafta og Óskarsverðlaun fyrir tvö verk.  

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV