Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar á morgun

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar á morgun

09.01.2020 - 13:46

Höfundar

Menningarviðurkenningar RÚV verða afhentar á morgun, 10. janúar, í beinni útsendingu á Rás 1 og á menningarvef RÚV.

Þetta er í fjórða sinn sem haldin er sérstök hátíð í Útvarpshúsinu þar sem veitt er úr menningarsjóðum Ríkisútvarpsins. Veittar verður viðurkenning úr Rithöfundasjóði auk styrkja úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2019. Við sama tilefni verður tilkynnt um val á orði ársins. Kynnir er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.

Athöfnin hefst klukkan 17.00 og fer fram í beinni útsendingu á Rás 1 og í mynd á menningarvef RÚV. 

Mynd með færslu
 Mynd:
Elísabet Jökulsdóttir kampakát við afhendingu menningarviðurkenninga RÚV 2018.

Í fyrra hlaut Elísabet Kristín Jökulsdóttir viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Jónas Sig hlaut Krókinn. Orð ársins voru að þessu sinni tvö, Kulnun og nýyrðið Klausturfokk.

Menningarsjóðir á vegum RÚV hafa verið starfræktir í fjölda ára, þeir elstu í meira en 60 ár. Markmiðið með þeim er að  efla menningarlífið  í landinu með fjárframlögum til listamanna.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Gullhúðuð skál sem hvetja skal til heimsfriðar

Tónlist

Elísabet og Jónas fá menningarviðurkenningar

Bókmenntir

Helsta ógnin við íslenska tungu er tungusófinn

Tónlist

Þau hlutu menningarviðurkenningu RÚV – myndir