Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Meirihluti hlynntur breytingum í Selfossi

18.08.2018 - 20:27
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV/Landinn
Meirihluti þeirra sem kýs í íbúakosningunni um nýjan miðbæ á Selfossi er hlynntur fyrirhugaðri uppbyggingu í miðbænum. Þetta sýna fyrstu tölur en fleiri en 2.300 atkvæði hafa verið talin. Þar af voru fleiri en 1.300 hlynnt og á það bæði við um breytt aðalskipulag og deiliskipulag, en spurt var um hvort tveggja á kjörseðli. Kjörsókn í Árborg var 55 prósent. Alls kusu 3.640 af 6.631 sem voru á kjörskrá.

Að minnsta kosti 1.366 eru hlynntir til­lögu að breyt­ingu sem bæj­ar­stjórn Árborg­ar samþykkti hinn 21. fe­brú­ar 2018 á aðal­skipu­lagi Sel­foss vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar í miðbæ Sel­foss, eða 58 prósent taldra atkvæða. 946 eru hins vegar andvígir, samkvæmt fyrstu tölum, og voru 54 kjörseðlar ógildir.

Nýtt deiliskipulag fær álíka kosningu og aðalskipulagið. Að minnsta kosti 1.305 manns eru hlynntir til­lögu að breyt­ingu sem bæj­ar­stjórn Árborg­ar samþykkti hinn 21. fe­brú­ar 2018 á deili­skipu­lagi fyr­ir miðbæ Sel­foss, sem gera 55 pró­sent taldra atkvæða. 946 eru andvígir og 115 seðlar voru auðir eða ógildir.

 

Fréttin var uppfærð.

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV