Meira en níutíu féllu í árás Boko Haram

25.03.2020 - 09:23
epa01249871 Chadian soldiers at a checkpoint in Ndjamena, Chad, 09 February 2008 as calm returns to Chad after last week's fierce fighting. An estimated 50,000 people fled to neighboring Cameroon, according to the Cameroonian army and relief workers.  EPA/MOHAMED MESSARA
Tjadneskir hermenn. Mynd: EPA
Níutíu og tveir hermenn féllu og 47 særðust í árás hryðjuverkasamtakanna Boko Haram á bækistöð hersins í Tsjad í fyrradag. Idriss Deby, forseti Tsjad, greindi frá þessu í gærkvöld og sagði þetta mesta manntjón sem herinn hefði orðið fyrir.

Forsetinn sagði að vígamenn Boko Haram hefðu ráðist á bækistöð hersins á eyju á Tsjad-vatni, en á þeim slóðum hafa hersveitir frá Tsjad, Níger og Nígeríu barist við liðsmenn samtakanna undanfarin ár.

Meira en 30.000 manns hafa fallið í árásum Boko Haram og átökum við samtökin undanfarin ellefu ár og hafa um tvær milljónir manna hrakist frá heimkynnum sínum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi