Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Meintir hryðjuverkamenn handteknir í Níkaragva

26.06.2019 - 15:51
Mynd með færslu
 Mynd: Heimavarnarmálaráðuneyti Band
Fjórir karlmenn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki voru handteknir í Níkaragva í dag er þeir komu yfir landamærin frá Kosta Ríka.

Mohamed Ibrahim, 33 ára, og Mahmoud Samy Eissa, 26 ára, eru frá Egyptalandi en Ahmed Ghanim Mohamed Al Jubury, 41 árs, og Mustafa Ali Mohamed Yaoob, 29 ára, eru frá Írak.

Ibrahim, Eissa og Al Jubury komu til Kosta Ríka 9. júní en Yaoob þann 13., samkvæmt upplýsingum frá innflytjendaeftirliti landsins.

Þeir hafa verið fluttir aftur til Kosta Ríka. Þaðan verða þeir fluttir til heimalanda sinna að sögn dagblaðsins La Nación.

Fyrir skömmu sendi bandaríska heimavarnarráðuneytið frá sér tilkynningu um að þrír þeirra væru í Mið-Ameríku og þeir voru þess vegna handsamaðir við landamærin. Að sögn ráðuneytisins var óttast að þeir væru að reyna að komast ólöglega til Bandaríkjanna.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV