Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Meint brot Trump í formleg ákæruferli

24.09.2019 - 20:38
epa07301446 US President Donald J. Trump departs after proposing temporary protections for some undocumented immigrants in return for border wall funding to end the partial government shutdown in the Diplomatic Room of the White House in Washington, DC, USA, 19 January 2019. The partial shutdown over funding for the President's proposed wall has dragged into its fifth week, with little apparent hope for a quick resolution.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA
Meint embætissbrot Donalds Trump forseta Bandaríkjanna verða sett í formlegt ákæruferli.. Þetta staðfesti Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Það þýðir að formleg rannsókn verður gerð á embættisverkum, einkum tengt samskiptum hans við yfirvöld í Úkraínu.

New York Times greindi frá því í morgun að hernaðaraðstoð til Úkraínu hafi verið fryst nokkrum dögum áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu um mögulega rannsókn á Biden-feðgunum en sonur Joe Biden fyrrverandi varaforseta stýrði gasfyrirtæki í Úkraínu. Trump hefur þegar neitað að hafa þrýst á þessa rannsókn í símtalinu. 

Trump staðfesti fréttirnar um hernaðaraðstoðina en sagði að ástæðan væri sú að Bandaríkin ættu ekki ein að standa straum af þessum kostnaði. Þetta hafi ekki verið gert til að þrýsta á rannsókn á Bidenfeðgum. 

Þingmenn Demókrata hafa á sama tíma þrýst á saksókn á hendur forsetanum og í yfirlýsingu sinni vísaði Nancy Pelosi til þess að Trump hefði viðurkennt að hafa rætt um Biden við forseta Úkraínu. 

Donald Trump lýsti því yfir á Twitter í kvöld að hann ætlaði að birta endurrit af umræddu símtali við forseta Úkraínu, til að sýna að engin óviðeigandi samskipti hefðu átt sér stað þar.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV