
Meðferðarkjarni á stærð við 12 Háskóla Íslands
Þetta kom meðal annars fram á fyrirlestri Ögmundar um Landspítala háskólasjúkrahús á opnum fundi um athafnaborgina Reykjavík í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Ögmundur segir að gert sé ráð fyrir að fyrsta áfanganum ljúki á árunum 2024 og 2025.
Hannað í samstarfi við starfsfólk
Ögmundur segir nýjan Landspítala snúast fyrst og fremst um fólk. Hann segir spítalann eiga að vera græðandi umhverfi fyrir fólk, sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Byggingin brjóti ekki aðeins brjóta blað í þjónustu við sjúklinga og aðstandendur heldur einnig hönnun. Yfir 300 starfsmenn spítalans, hönnuðir og ráðgjafar hafi komið að hönnuninni. Að sögn Ögmundar er þetta nána samstarf við starfsfólk spítalans „eitt það besta sem hefur komið fyrir í þessu verki.“
Græn bygging
Ögmundur segir bygginguna verða græna, torf verði á öllum þökum hússins og stór þakgarður verði í miðju hússins sem tengist endurhæfingarstöð spítalans. Sextán minni garðar verði svo umhverfis húsið. Hann segir umhverfi sjúklinga verða gjörólíkt því sem hefur verið, til að mynda verði allar stofurnar einbýli.