Með bókasafn í kjallarageymslu heima hjá sér

Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn

Með bókasafn í kjallarageymslu heima hjá sér

22.03.2020 - 20:32

Höfundar

„Ég skrái þetta allt hérna heima, skrái bara uppi í stofu fyrir framan sjónvarpið,”segir  Rósa Björg Jónsdóttir, bókasafnsfræðingur, sem komið hefur upp bókasafni í kjallarageymslu heima hjá sér í Vesturbæ Reykjavíkur. 

 

Í Landanum á sunnudag kíktum við meðal annars í heimsókn á nokkuð sérstakt bókasafn sem er að finna í kjallarageymslu í fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykjavíkur. Innan um kassa og annað geymsludót er að finna yfir fjögur þúsund barna og unglingabækur á yfir fimmtíu tungumálum, meðal annars swahili, ítölsku, albönsku, tékknesku og kínversku - svo nokkur séu nefnd. Bókasafnsfræðingurinn Rósa Björg Jónsdóttir hefur safnað saman bókunum í kjallaranum heima hjá sér og skráð. 

Skráir bækurnar í frítíma sínum 
Börnin hennar tvö eru tvgítynd og sjálf kenndi Rósa ítölsku hjá Móðurmál en það eru kennsluhópar tungumála. Hún er í fullri vinnu á Landbókasafni sem skráningarstjóri en sinnir bókasafni Móðurmáls í frítíma sínum. 

„Ég er að vinna svona 30-50 klukkustundir á mánuði fyrir bókasafnið. Því meira sem er í kringum útlán og í kringum það þá hef ég minni orku til að skrá þegar ég kem heim úr vinnunni á kvöldin,” segir Rósa sem fær fólk í heimsókn til sín í kjallarann til að ná í bækur. Sumir sækja til hennar í vinnuna og hún hefur jafnvel afgreitt bækur úr skottinu á bílnum sínum. ,,Þetta er gífurlega gefandii og mjög skemmtilegt starf,” segir Rósa.